Hvað er Rými?
Hvað er Rými?
Ráðgjöf, reynsla, þjónusta
Rými er ráðgefandi innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á nokkrum sviðum. Með reynslu, þjónustulund og okkar góðu gildi að vopni, höfum við þjónustað flest af stærstu fyrirtækjum landsins við hagræðingu á hinum ýmsu sviðum. Okkar yfirlýsta markmið er ávallt að ná hagræði fyrir okkar viðskiptavini, win-win hugmyndafræði! Við vinnum að því að fullnýta fjárfestingar, hagræða og straumlínulaga rekstur þeirra. Við tökum að okkur rágjöf, hönnun, innflutning og sölu, ásamt uppsetningu á öllum okkar lausnum. Viðskiptavinir okkar geta því treyst því að við leysum og klárum verkið frá hugmynd að fullkláruðu verki. Ekki má gleyma þeirri þjónustu sem við veitum að verki loknu, en við þjónustum öll þau tæki og þann búnað sem við seljum og setjum upp.
Mannauður er okkar mikilvægasta auðlind!
Hjá Rými starfar vel samsettur hópur framúrskarandi einstaklinga Sem flestir hafa yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu á sínum sviðum. Það er því til merkis um góðan árangur okkar frábæra teymis að hafa verið á lista Credit Info yfir framúrskarandi fyrirtæki allt frá árinu 2016. Við erum stolt af þeim árangri og ekki síður þakklát okkar frábæra starfsfólki, takk fyrir.
Stjórnendur og Sterkar hugmyndir
Stjórnendur og Sterkar hugmyndir
Rými er í dag rekið sem fjölskyldufyrirtæki og er í eigu feðganna Hjálmars Kristmannssonar, Kristmanns Hjálmarssonar og Ragnars Arnar Hjálmarssonar auk eiginkvenna þeirra. Hefur Hjálmar yfir að ráða meira en 40 ára reynslu af rekstri og hefur marga fjöruna sopið. Kristmann og Ragnar hafa menntað sig á sviðum raftækni og mannauðs og leiða uppbyggingu og stefnu félagsins af festu. Okkar markmið er að skapa okkar starfsfólki góðan aðbúnað og verkferla til að nýta sína hæfileika, viðskiptavinum okkar til góða. Við erum með skýra framtíðarsýn og erum spennt fyrir áskorunum komandi ára.
Sagan
Fyrirtækið okkar byggir á grunni gamalgróins fyrirtækis! HF Ofnasmiðjan var stofnuð af Sveinbirni Jónssyni, byggingameistara frá Ólafsfirði árið 1936. Allar götur síðan höfum við kappkostað að standast tímans tönn og þróast með síbreytilegu samfélagi. Árið 2012 komu núverandi eigendur að rekstrinum og hafa staðið að miklum endurbótum á innviðum og aðstöðu fyrirtækisins.
Rými Ofnasmiðjan Ehf.
kt. 580199-3059
Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík
E1 Einkahlutafélag
Vsk Númer : 60970
ÍSAT : 46.90.0 Blönduð heildverslun