16.12.2016

Crown kynnir nýjan lyftupall: Wave 60


Crown, sem er einn stærsti lyftaraframleiðandi heims, hefur endurhannað Wave 50 vinnupallinn (Work Assist Vehicle). Þetta tæki sem fjöldi fyrirtækja á Íslandi notar, er nú orðinn öruggari í notkun og býður enn meiri afköst  og sveigjanleika en áður. Tækið er notað bæði í verslunum, í framleiðslufyrirtækjum og á lagerum. Með þessu tæki næst í hluti sem eru í allt að 5 metra hæð.

Tækið kallast “Wave®, the Crown Work Assist® vehicle” hentar vel fyrir starfsmenn í vörugeymslurm og verslunum þar sem eru mikil þrengsli en þörf á að ná í vörur í allt að 5 metra hæð.

Wave getur hreyfst og lyft samtímis með miklum hraða á meðan fyllsta öryggis er gætt. Stjórntækin auðvelda notkun með ýmsum hætti og hægt er að hlaða rafhlöðunar gegnum næstu innstungu þar sem innbyggt hleðslutæki sér um hleðsluna.

Öryggis er gætt með því að takmarka hraða tækisins í miklum hæðum og öryggisgirðingar eru utan um ökumanninn. Tækið fer á lágmarkshraða ef annarri hönd er sleppt af stjórntækjum. Tækið stoppar ef annar fóturinn fer af standpalli þess.

Tækið lyftir allt að 125 kílóum í 2.995 metra hæð. Auk þess getur starfsmaður náð í um 5 metra hæð sjálfur.

Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Rýmis í síma 511-1100 eða rymi@rymi.is

+354  511-1100
Staðsetning