21.10.2016

25 ára starfsafmæli


Þorsteinn Þorsteinsson sölustjóri fagnar nú um þessar mundir 25 ára starfsferli hjá Rými Ofnasmiðjunni. 

Hann hóf störf hjá Ofnasmiðjunni í október 1991, sama ár og Jón sonur hans kom í heiminn. 

Þorsteinn er hafsjór af fróðleik þegar kemur að skipulagi á lagerum, verslunum og skjalageymslum, auk þess að vera sérfræðingur í ofnum o.fl.

Hann er líka reynslumikill söngvari og tekur stundum lagið fyrir okkur í Rými.

Við óskum Steina innilega til hamingju með þennan merka áfanga.

+354  511-1100
Staðsetning